Uppsetning umferðarmerkja í Fjallabyggð

Málsnúmer 1103094

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 110. fundur - 31.03.2011

Jón Árni Konráðsson sendi inn erindi varðandi umferðarmál í sveitarfélaginu og bendir á hvað megi betur fara og leggur til að farið verði í úrbætur í umferðarmerkingum.

Nefndin þakkar góðar ábendingar og felur tæknideild að vinna í málinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 122. fundur - 06.10.2011

Lagt var fram til kynningar tillögur að breytingum / lagfæringum að umferðarmerkjum í Fjallabyggð sem unnið var af Jóni Árna Konráðssyni lögreglumanni að beiðni skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar.

 

 

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 124. fundur - 02.11.2011

Jón Konráðsson fór yfir og kynnti úttekt á umferðarmerkingum í Fjallabyggð og lagði fram tillögur að úrbótum.

Nefndin samþykkir með áorðnum breytingum þær tillögur sem lagðar eru fram. Nefndin leggur til að úttektinni verði vísað til fjárhagsáætlunar 2012.