Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

104. fundur 08. desember 2010 kl. 16:30 - 16:30 í almannavarnaherbergi Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Sigurður Hlöðversson aðalmaður
  • Anna María Elíasdóttir varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir tæknifulltrúi
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir tæknifulltrúi

1.Búfjárhald

Málsnúmer 1012016Vakta málsnúmer

Ingi Vignir Gunnlaugsson dýraeftirlitsmaður Fjallabyggðar mætti á fundinn.  Farið var yfir  búfjárhald í Fjallabyggð, og lögð fram tillaga Inga Vignis að eyðublaði fyrir umsókn um búfjarhald.

Samþykkt er framlagt eyðublað og er dýraeftirlitsmanni Fjallabyggðar falið að sjá um að koma eyðublaði til viðkomandi aðila.

2.Erindi um rask á lóð Hlíðarhúss,Hávegi 60 Siglufirði

Málsnúmer 1011145Vakta málsnúmer

Örlygur Kristfinnsson fyrir hönd Síldarminjasafns Íslands óskar eftir að lokið verði við viðgerð lóðarinnar við Háveg 60, strax og kostur er.

Nefndin leggur áherslu á að verkið verði unnið við fyrsta tækifæri næsta vor í samráði við eigendur og í samræmi við bréf dagsett 4. júní 2009.

3.Eyrargata 22 - skýli

Málsnúmer 1012003Vakta málsnúmer

Björn Steinar Sveinsson sækir um leyfi til að gera skýli undir svölum samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Erindi frestað, óskað er eftir ítarlegri gögnum.

4.Norðurgata 5, Siglufjörður

Málsnúmer 1011013Vakta málsnúmer

Erindi hefur borist frá Húsafriðunarnefnd varðandi Norðurgötu 5, Siglufirði.  Húsafriðunarnefnd var send til umsagnar umsókn um breytingar á húsinu við Norðurgötu 5, breytingar á gluggum.  Niðurstaða Húsafriðunarnefndar er að umbeðnar breytingar á gluggum séu ekki taldar ásættanlegar.  Mælst er til þess að skoðað verði hvernig gluggar voru á þessu húsi upphaflega og að þannig verði leitast við að færa ytra byrði hússins nær uppruna sínum að stíl og gerð.  Jafnframt er vísað á leiðbeiningarrit Húsafriðunarnefndar um endurbætur á eldri húsum á heimsíðu nefndarinnar, husafridun.is.

Byggingarfulltrúa er falið að ræða við eigendur og kynna þeim niðurstöður fundar.

5.Umferðaröryggismál vegfarenda í Héðinsfirði

Málsnúmer 1011134Vakta málsnúmer

Starfandi lögreglumenn á norðanverðum Tröllaskaga skora á bæjaryfirvöld í Fjallabyggð að beita sér fyrir því að settir verði niður ljósastaurar á vegarkaflanum í Héðinsfirði.  Hættan sem verið er að skírskota til er skafrenningur sem byrgir sýn manna á þessum óupplýsta vegarkafla.

Nefndin þakkar ábendinguna og leggur til að vísa umræðunni í vinnu við umferðaröryggisáætlun Fjallabyggðar.

6.Umsókn um beitarhólf

Málsnúmer 1011136Vakta málsnúmer

Haraldur Marteinsson sækir um beitarhólf fyrir hesta sunnan við Selgil í Siglufirði sbr. meðfylgjandi mynd. 

Niðurstaða nefndarinnar eftir framkomið erindi er að nefndin telur rétt að boða stjórn hestamannafélagsins til fundar til að ræða hugmynd og tillögu að úthluta félaginu svæðum til beitar og að stjórn hestamannafélagsins úthluti beitarhólfum til félagsmanna.

7.Plan við Bylgjubyggð og frístundabyggð

Málsnúmer 1012023Vakta málsnúmer

Umræður  voru um skipulagsmál um svæðið milli Bylgjubyggðar og frístundabyggðar við Ólafsfjarðavatn, lagt var fram staðfest breyting á aðalskipulagi Ólafsfjarðar 1990 - 2010 dags. 2. febrúar 2007.  Einnig voru lagðir fram 2 uppdrættir af svæðinu annarsvegar dagsettum 11.07 2005 og hins vegar 07.02. 2005.  Nefndin er sammála um að auglýsa uppdrátt dagsett 07.02. 2005, Frístundabyggð við Hornbrekkubót skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.  Svæðið sem um ræðir er uþb. 2.2 ha lands og afmarkast af Bylgjubyggð í norðri, Ólafsfjarðarvegi eystri í austri, raðhúsabyggð í vestri og Ólafsfjarðarvatni í suðri.  Markmið tillögunnar er að stuðla að uppbyggingu svæðisins og gefa því heildstætt yfirbragð, tryggja aðkomuleiðir og tengsl við nánasta umhverfi ss. útivistar og íþróttasvæði. 

Hönnuði falið að ganga frá uppdrætti til auglýsingar.

8.Umferðaröryggisáætlun

Málsnúmer 1011045Vakta málsnúmer

Umferðarstofa hefur sent drög að samstarfssamning milli Fjallabyggðar og Umferðarstofu sem felur í sér að Fjallabyggð skuldbindur sig til að gera sérstaka umferðaröryggisáætlun sem miðar að auknu umferðaröryggi í bæjarfélaginu.

Erindi samþykkt.

9.Gatnagerðargjöld

Málsnúmer 1012014Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram til kynningar gatnagerðargjöld fyrir þéttbýli.

10.Gatnagerðargjöld - frístundabyggð

Málsnúmer 1012015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld og rotþrær i frístundabyggðum.  Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

11.Frístundabyggð, Saurbæjarás

Málsnúmer 1012024Vakta málsnúmer

Ari Trausti Guðmundsson óskar eftir upplýsingum um möguleika á að reisa sumarbústað í frístundabyggð í Siglufirði.

Lagt fram til kynningar, nefndin mun svara erindinu eftir næsta fund.

12.Stöðuleyfi - steypustöð

Málsnúmer 1012025Vakta málsnúmer

Lýsing hf. óskar eftir því að steypustöð sem er í eigu félagsins og notuð var við gerð Héðinsfjarðargangna fái að standa áfram á svæðinu.

Erindi samþykkt með leyfi til 30. maí 2011.

13.Áhrif rusls og úrgangs á lífríki hafs og stranda

Málsnúmer 1011147Vakta málsnúmer

Umhverfisráðuneytið vill vekja athygli sveitarfélaga sem liggja að ströndinni á þeirri umræðu sem er á alþjóðavettvangi um áhrif rusls og úrgangs á lífríki hafs og stranda, skaðsemi þess og kostnað vegna hreinsunar.

Lagt fram til kynningar.

14.Kynning á þjónustu fyrirtækisins Plan 21 ehf. arkitekta- og skipulagsráðgjöf

Málsnúmer 1012002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.Varðar Aðalgötu 32 Siglufirði

Málsnúmer 1011143Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Veraldarvinir árið 2011

Málsnúmer 1012020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Húsakönnun í Fjallabyggð

Málsnúmer 1007049Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.