Norðurgata 5, Siglufjörður

Málsnúmer 1011013

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 11.11.2010

Jón Hólm Pálsson óskar eftir að gera breytingar á húseigninni að Norðurgötu 5 skv. meðfylgjandi teikningum.

Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um að Húsafriðunarnefnd geri ekki athugasemdir. Húsið er byggt 1913 og þar af leiðandi fellur það undir lög um húsafriðun.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 104. fundur - 08.12.2010

Erindi hefur borist frá Húsafriðunarnefnd varðandi Norðurgötu 5, Siglufirði.  Húsafriðunarnefnd var send til umsagnar umsókn um breytingar á húsinu við Norðurgötu 5, breytingar á gluggum.  Niðurstaða Húsafriðunarnefndar er að umbeðnar breytingar á gluggum séu ekki taldar ásættanlegar.  Mælst er til þess að skoðað verði hvernig gluggar voru á þessu húsi upphaflega og að þannig verði leitast við að færa ytra byrði hússins nær uppruna sínum að stíl og gerð.  Jafnframt er vísað á leiðbeiningarrit Húsafriðunarnefndar um endurbætur á eldri húsum á heimsíðu nefndarinnar, husafridun.is.

Byggingarfulltrúa er falið að ræða við eigendur og kynna þeim niðurstöður fundar.