Varðar Aðalgötu 32 Siglufirði

Málsnúmer 1011143

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 197. fundur - 11.01.2011

Lagt fram til kynningar svarbréf er sent var Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 111. fundur - 11.04.2011

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála sendir inn úrskurð í máli nr.67/2010, kæra á synjun skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 19. ágúst 2010 á umsókn um leifi til að klæða suður- og austurhlið hússins að Aðalgötu 32, Siglufirði með MEG-klæðningu. 

Úrskurðarorð Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála eru: Felld er úr gildi synjun skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 19. ágúst 2010, sem bæjarráð staðfesti 24. sama mánaðar, á umsókn um leyfi til að klæða suður- og austurhlið hússins að Aðalgötu 32, Siglufirði, með MEG klæðningu.

Nefndin frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 112. fundur - 18.04.2011

Klæðning á Aðalgötu 32, Siglufirði rædd út frá úrskurði úrskurðanefndar skipulags- og byggingarmála frá 1. apríl 2011 og áliti lögmanns sveitarfélagsins Jóhannesi Bjarna Björnssyni dags. 13. apríl 2011.

Formaður nefndarinnar leggur til að erindi um klæðningu verði veitt, samkvæmt umsókn sem tekið var fyrir á 92. fundi nefndarinnar.

Tillagan er felld með 3 atkvæðum gegn 1 og Jón situr hjá.

Magnús og Elín leggja fram eftirfarandi tillögu:

Að fresta ákvörðun skv. 6. mgr. 43. gr. skipulagslaga og að farið verði í að beita skipulagsvaldinu til þess að ákveða hverfisvernd.  Og lagt er til að gert verði deiliskipulag þar sem sett væru ákvæði um götumynd, frágang og útlit húsa.

Helgi styður tillöguna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 211. fundur - 19.04.2011

Kynnt niðurstaða skipulags- og umhverfisnefndar frá 18. apríl 2011, varðandi klæðningu á Aðalgötu 32 Siglufirði og álit lögmanns sveitarfélagsins vegna úrskurðar úrskurðanefndar skipulags- og byggingarmála frá 1. apríl 2011.
Málið verður til afgreiðslu á næsta bæjarstjórnarfundi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 216. fundur - 31.05.2011

Gunnlaugur Oddsson fyrir hönd eigenda að Aðalgötu 32 Siglufirði óskar í bréfi sínu frá 22. maí .sl. eftir viðræðum við sveitarfélagið vegna tjóns sem hann telur að sveitarfélagið hafi valdið eigendum með afgreiðslu á klæðningarumsókn.
Lagt fram álit lögmanns sveitarfélagsins á málinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að að ræða við fulltrúa eigenda.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 222. fundur - 19.07.2011

Bæjarstjóri lagði fram handskrifað minnisblað sem eigandi að Aðalgötu 32 hefur samþykkt fyrir hönd Sigluness hf.

Bæjarstjóra er falið að undirrita samkomulag í samræmi við minnisblaðið og er málinu þar með lokið.

Samþykkt samhljóða.