Umferðaröryggismál vegfarenda í Héðinsfirði

Málsnúmer 1011134

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 104. fundur - 08.12.2010

Starfandi lögreglumenn á norðanverðum Tröllaskaga skora á bæjaryfirvöld í Fjallabyggð að beita sér fyrir því að settir verði niður ljósastaurar á vegarkaflanum í Héðinsfirði.  Hættan sem verið er að skírskota til er skafrenningur sem byrgir sýn manna á þessum óupplýsta vegarkafla.

Nefndin þakkar ábendinguna og leggur til að vísa umræðunni í vinnu við umferðaröryggisáætlun Fjallabyggðar.