Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

326. fundur 17. september 2025 kl. 16:00 - 18:00 Bylgjubyggð 2b, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Ólafur Baldursson aðalm.
  • Þorgeir Bjarnason aðalm.
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Pálmi Blængsson verkefnastjóri
  • Gísli Davíð Sævarsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Davíð Sævarsson Sviðsstjóri tæknisviðs

1.Gránugata 13B - Óveruleg breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2505032Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju fyrir hönd eigenda að Gránugötu 13B, umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi hafnasvæðis Siglufjarðar vegna viðbyggingu.
Breytingin var grenndarkynnt fyrir aðliggjandi lóðarhöfum með athugasemdafrest til 27. ágúst sl. Engar athugasemdir bárust.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Formaður víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent til Skipulagsstofnunar í samræmi við 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Fljótagöng - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2509033Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna Fljótaganga
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt í samræmi við 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga.

3.Fljótagöng - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2509034Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Fljótaganga
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt í samræmi við 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga.

4.Aðalgata 11 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2508003Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Aðalgötu 11. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu sem er fylgiskjal samningsins.
Samþykkt
Samþykkt

5.Hávegur 14 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2509023Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Hávegar 14. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu sem er fylgiskjal samningsins.
Samþykkt
Samþykkt

6.Norðurorka stofnun lóðar

Málsnúmer 2509035Vakta málsnúmer

Sótt um fyrir hönd Norðurorku, vegna stofnun lóðar undir borholu við Ósbrekku.
Samþykkt
Samþykkt að stofna lóð og úthluta Norðurorku vegna borholu í samræmi við meðfylgjandi teikningar.

7.Drykkjarbrunnur við hoppubelg

Málsnúmer 2506034Vakta málsnúmer

Erindi barst í íbúagátt fyrir hönd foreldra og barna sem nota hoppubelginn á Siglufirði, hvort hægt væri að setja upp drykkjarbrunn við hoppubelginn.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin þakkar fyrir erindið og felur tæknideild að finna hentuga lausn.

8.Boð um þátttöku í samráði. Áform um breytingu á lögum nr.49-1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum

Málsnúmer 2509031Vakta málsnúmer

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 154/2025 - Áform um breytingu á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.

Markmið breytinganna er að auka skýrleika tiltekinna ákvæða, einkum varðandi nýtingu eigna á hættusvæðum, styrkveitingar til sveitarfélaga og eftirlitshlutverk Veðurstofu Íslands. Markmiðið er að einfalda og skýra betur tiltekin ákvæði laganna og taka af vafa um framkvæmd þeirra, bregðast við athugasemdum og leggja til ný ákvæði.
Lagt fram til kynningar
Nefndin fagnar endurskoðuninni og þeim tillögum sem þar koma fram. Bæjarstjóra falið að leggja mat á hvort ástæða sé til þátttöku í samráði.

9.Aðalgata 6B framkvæmdaráform

Málsnúmer 2509032Vakta málsnúmer

Afstaða nefndarinnar óskast varðandi fyrirhugaða nýbyggingu á lóðinni
Synjað
Nefndin fagnar öllum áformum um uppbyggingu í samfélaginu. Þær þurfa þó jafnan að taka mið af núverandi byggð og yfirbragði. Aðkoma að því húsi sem stóð á lóðinni að Aðalgötu 6b var svo til alfarið úr austri og hafði verið þannig í áratugi. Núverandi lóðamörk og lóðarleigusamningur taka mið af því. Nefndin hefur nýverið samþykkt núverandi lóðamörk, út frá núgildandi deiliskipulagi og gert breytingar á skilmálum aðalskipulags til að styðja við uppbyggingu reksturs við Vetrarbraut 8-10. Nefndin getur ekki tryggt verkefninu aðgengi yfir nærliggjandi lóðir án þess að samráð erindishafa við þá lóðahafa sem verkefnið snertir liggi fyrir.

10.Skíðastökkpallur í Ólafsfirði

Málsnúmer 1804007Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Rótarýklúbb Ólafsfjarðar um að setja myndir á skíðastökkpallinn í Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

11.Úrgangsmagn til urðunar 2025

Málsnúmer 2504026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar úrgangsmagn til urðunar á öðrum ársfjórðungi 2025
Lagt fram til kynningar
Erindi kynnt.

12.Erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er varðar 16.gr. laga nr. 551992

Málsnúmer 2509024Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf til sveitarfélaga frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands varðandi 16.gr laga nr.551992
Lagt fram til kynningar
Erindi kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:00.