Aðalgata 6B framkvæmdaráform

Málsnúmer 2509032

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 326. fundur - 17.09.2025

Afstaða nefndarinnar óskast varðandi fyrirhugaða nýbyggingu á lóðinni
Synjað
Nefndin fagnar öllum áformum um uppbyggingu í samfélaginu. Þær þurfa þó jafnan að taka mið af núverandi byggð og yfirbragði. Aðkoma að því húsi sem stóð á lóðinni að Aðalgötu 6b var svo til alfarið úr austri og hafði verið þannig í áratugi. Núverandi lóðamörk og lóðarleigusamningur taka mið af því. Nefndin hefur nýverið samþykkt núverandi lóðamörk, út frá núgildandi deiliskipulagi og gert breytingar á skilmálum aðalskipulags til að styðja við uppbyggingu reksturs við Vetrarbraut 8-10. Nefndin getur ekki tryggt verkefninu aðgengi yfir nærliggjandi lóðir án þess að samráð erindishafa við þá lóðahafa sem verkefnið snertir liggi fyrir.