Boð um þátttöku í samráði. Áform um breytingu á lögum nr.49-1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum

Málsnúmer 2509031

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 326. fundur - 17.09.2025

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 154/2025 - Áform um breytingu á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.

Markmið breytinganna er að auka skýrleika tiltekinna ákvæða, einkum varðandi nýtingu eigna á hættusvæðum, styrkveitingar til sveitarfélaga og eftirlitshlutverk Veðurstofu Íslands. Markmiðið er að einfalda og skýra betur tiltekin ákvæði laganna og taka af vafa um framkvæmd þeirra, bregðast við athugasemdum og leggja til ný ákvæði.
Lagt fram til kynningar
Nefndin fagnar endurskoðuninni og þeim tillögum sem þar koma fram. Bæjarstjóra falið að leggja mat á hvort ástæða sé til þátttöku í samráði.