Skíðastökkpallur í Ólafsfirði

Málsnúmer 1804007

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 551. fundur - 10.04.2018

Tekið fyrir erindi frá Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna viðgerða á skíðastökkpallinum í Ólafsfirði. Áætlaður efniskostnaður er 172.163 kr. Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna vinnu hlaupi á nokkrum tugum þúsunda.

Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 200.000 kr. og vísar upphæðinni til viðauka við fjárhagsáætlun 2018.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 326. fundur - 17.09.2025

Lögð fram beiðni frá Rótarýklúbb Ólafsfjarðar um að setja myndir á skíðastökkpallinn í Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.