Gránugata 13B - Óveruleg breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2505032

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 324. fundur - 18.06.2025

Lögð fram fyrir hönd eigenda að Gránugötu 13B, umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi hafnasvæðis Siglufjarðar vegna viðbyggingu.
Samþykkt
Formaður víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

Nefndin samþykkir að grenndarkynna aðliggjandi lóðarhöfum tillöguna í samræmi við 2. mgr 43 gr. skipulagslaga nr: 123/2010

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 326. fundur - 17.09.2025

Lögð fram að nýju fyrir hönd eigenda að Gránugötu 13B, umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi hafnasvæðis Siglufjarðar vegna viðbyggingu.
Breytingin var grenndarkynnt fyrir aðliggjandi lóðarhöfum með athugasemdafrest til 27. ágúst sl. Engar athugasemdir bárust.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Formaður víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent til Skipulagsstofnunar í samræmi við 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.