Uppfærsla á snjómokstursplani vegna Freyju

Málsnúmer 2312047

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 307. fundur - 04.01.2024

Tekin fyrir beðni um endurskoðun á mokstursplani vegna tilkomu heimahafnar Landhelgisgæslunnar fyrir varðskipið Freyju.
Nefndin leggur til að settur verði í fyrsta forgang mokstur frá gatnamótum Túngötu og Ránargötu niður að Óskarsbryggju. Nefndin óskar einnig eftir því að kannaður verði möguleiki á að Vegagerðin taki yfir mokstur á þessum vegkafla.