Samningur um styrk til orkuskipta

Málsnúmer 2304039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 809. fundur - 27.10.2023

Fjallabyggð hefur hlotið styrk frá Orkusjóði til verkefnisins „Orkuskipti 2023“ sem er átaksverkefni stjórnvalda í samræmi við áherslur um orkuskipti og nýtingu endurnýjanlegrar orku og eru styrkirnir veittir á grundvelli laga, nr. 76/2020, um Orkusjóð. Einnig lögð fram tilboð Ísorku og ON um nýtingu styrksins til uppbyggingar hraðhleðslustöðva í Fjallabyggð.
Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað þar til skipulags- og umhverfisnefnd hefur lokið umfjöllun um staðarval hraðhleðslustöðva.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 307. fundur - 04.01.2024

Bæjarráð óskaði eftir umfjöllun skipulags- og umhverfisnefndar um staðarval hraðhleðslustöðva á fundi sínum þann 27.október sl.
Tæknideild falið að óska eftir því við Orkusjóð að skilgreining á staðsetningu verkefnisins verði víkkuð.