Deiliskipulag fyrir brimbrettaaðstöðu

Málsnúmer 2208059

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 293. fundur - 04.01.2023

Lögð fram skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag brimbrettaaðstöðu á Brimnestungu í Ólafsfirði.
Samþykkt
Tæknideild falið að kynna skipulagslýsinguna í samræmi við 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 295. fundur - 01.03.2023

Lagðar fram umsagnir sem bárust vegna skipulagslýsingar sem auglýst var frá 16. janúar til 1. febrúar 2023. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Brimbrettafélagi Íslands. Einnig lögð fram svör við þeim ábendingum sem bárust.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 299. fundur - 06.06.2023

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi brimbrettaaðstöðu við Brimnestungu í Ólafsfirði ásamt breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2023.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að koma á framfæri athugasemdum nefndarinnar til hönnuðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 300. fundur - 05.07.2023

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi brimbrettaaðstöðu við Brimnestungu í Ólafsfirði, dagsett 30.6.2023, þar sem búið er að verða við athugasemdum nefndarinnar frá síðasta fundi. Einnig lögð fram drög að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 sem auglýst verður samhliða nýju deiliskipulagi.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir að tillögurnar verði kynntar íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum áður en þær verða teknar til afgreiðslu í bæjarstjórn, í samræmi við 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 04.10.2023

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir brimbrettaaðstöðu við Brimnestungu unnin af Basalt arkitektum ásamt breytingu á aðalskipulagi sem unnin er samhliða af Lilium teiknistofu. Tillögurnar voru kynntar fyrir opnu húsi á tæknideild sveitarfélagsins þann 7.september sl. skv. 3.mgr. 40.gr skipulagslaga nr.123/2010.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til að deiliskipulagstillagan ásamt breytingu á aðalskipulagi verði auglýst í samræmi við 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 307. fundur - 04.01.2024

Tillaga að deiliskipulagi brimbrettaaðstöðu við Brimnestungu var auglýst með athugasemdafresti frá 13. nóvember 2023 til 1. janúar 2024. Samhliða var auglýst breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032. Svör bárust frá sjö umsagnarðilum. Veðurstofa Íslands bendir á mögulega flóðahættu með vísun í skýrslu um mat á endurkomutíma óveðursflóða frá 2022. Þá bendir hún á mikilvægi þess að hugað sé að því hvort og þá hvernig fyrirhuguð uppbygging verði varin aukist hættan á flóðum í framtíðinni.
Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir grjótgarði meðfram fyrirhugaðri uppbyggingu á svæðinu til varnar landbroti. Það er talin næg vörn gegn mögulegri flóðahættu sem Veðurstofan bendir á en auk þess er svæðið í yfir 3 metra hæð yfir sjávarmáli.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag brimbrettasvæðis við Brimnestungu og breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar verði samþykkt og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar og staðfestingar.