Bílastæði við Túngötu 40

Málsnúmer 2307034

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 302. fundur - 06.09.2023

Lagt fram erindi Gests Þórs Guðmundssonar, eiganda Túngötu 40 á Siglufirði, dags. 12.7.2023. Óskað er eftir tillögum Fjallabyggðar um hvernig skuli leysa bílastæðamál norðan við Túngötu 40 og lagt til að Fjallabyggð setji malbik/bundið slitlag og merki bílastæði á það svæði sem Fjallabyggð er með til umráða.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að vinna tillögu fyrir næsta fund að fegrun og mótun svæðisins sem felur í sér skýrari mörk á milli almenningssvæðis og lóðarinnar að Túngötu 40. Nefndin óskar einnig eftir kostnaðaráætlun fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2024.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 04.10.2023

Á síðasta fundi nefndarinnar var tæknideild falið að vinna tillögu fyrir næsta fund að fegrun og mótun svæðisins norðan við Túngötu 40 sem felur í sér skýrari mörk á milli almenningssvæðis og lóðarinnar að Túngötu 40. Nefndin óskaði einnig eftir kostnaðaráætlun fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2024.

Lögð fram tillaga tæknideildar að fegrun og mótun svæðisins ásamt kostnaðaráætlun.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að leita viðbragða eigenda Túngötu 40 við nýtingu austurhluta lóðar og þörf fyrir aðgengi þar að.