Tillaga H-listans vegna byggingu íbúðarhúsnæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 2307009

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 232. fundur - 07.07.2023

Lögð fram tillaga H-listans vegna byggingu íbúðarhúsnæðis í Ólafsfirði

H-listinn leggur hér fram eftirfarandi tillögu í þremur liðum.
a) Að hafin verði vinna við að deiliskipuleggja svæðið norðan við hús eldri borgara í Ólafsfirði að Aðalgötu með það fyrir augum að byggja þar hentugt húsnæði, raðhús, á einni hæð.
b) Einnig verði kannað hvort skynsamlegt geti verið að breyta núverandi deiliskipulagi við Bakkabyggð og Mararbyggð þannig að hægt verði að koma þar fyrir lóðum fyrir par- og raðhús og er aðallega horft til lóða norðan við göturnar. Engar skipulagðar lóðir eru fyrir par- eða raðhús í Ólafsfirði í dag.
c) Að bæjarstjóra verði falið að hefja viðræður við leigufélögin Brák og Bríeti um aðkomu þeirra og kaupum á nýjum íbúðum í Ólafsfirði. Markmiðið er að framkvæmdir við verkefnið gætu hafist árið 2024.

Guðjón M. Ólafsson, Helgi Jóhannsson, Arnar Þór Stefánsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls.
Vísað til nefndar
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu H-listans og vísar henni til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 302. fundur - 06.09.2023

Lögð fram tillaga H-listans vegna byggingu íbúðarhúsnæðis í Ólafsfirði. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna á fundi sínum þann 7.júlí sl. og vísaði málinu til afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

H-listinn leggur hér fram eftirfarandi tillögu í þremur liðum.
a) Að hafin verði vinna við að deiliskipuleggja svæðið norðan við hús eldri borgara í Ólafsfirði að Aðalgötu með það fyrir augum að byggja þar hentugt húsnæði, raðhús, á einni hæð.
b) Einnig verði kannað hvort skynsamlegt geti verið að breyta núverandi deiliskipulagi við Bakkabyggð og Mararbyggð þannig að hægt verði að koma þar fyrir lóðum fyrir par- og raðhús og er aðallega horft til lóða norðan við göturnar. Engar skipulagðar lóðir eru fyrir par- eða raðhús í Ólafsfirði í dag.
c) Að bæjarstjóra verði falið að hefja viðræður við leigufélögin Brák og Bríeti um aðkomu þeirra og kaupum á nýjum íbúðum í Ólafsfirði. Markmiðið er að framkvæmdir við verkefnið gætu hafist árið 2024.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Tillaga H-listans er að nær öllu leiti í samræmi við vilja nefndarinnar að tryggja lóðaframboð í sveitafélaginu, með vísan í mál 2303026. Á 297.fundi nefndarinnar 29.03.2023 lagði nefndin fyrir vinnuskjal um forgangsröðun skipulagsvinnu, sem tæknideild hefur nú þegar hafið vinnu eftir. Í því skjali er að finna þau svæði sem tillaga H-listans nær til. Nefndin telur ekki æskilegt að einskorða lóðir við Hrannarbyggð 2, á „Olísreit“ við einnar hæðar byggingar, áður en hugmyndavinna við mótun framtíðarbyggðar hefst, en nefndin tekur undir tillögu H-listans að öðru leyti. Nefndin vill einnig ítreka vilja sinn til að deiliskipulagsvinna á ótengdum svæðum fari fram samhliða annarri skipulagsvinnu. Nefndin óskar eftir að verðfyrirspurnum í hvert skipulagsverkefni verði lokið fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2024.