Hraðatakmarkanir samkvæmt nýjum umferðarlögum

Málsnúmer 2001025

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 250. fundur - 15.01.2020

Samkvæmt 37. gr. umferðarlaga nr.77/2019 skal hámarksökuhraði tilgreindur í heilum tugum að undanteknum hámarksökuhraðanum 15 km á klst. Í þéttbýli Fjallabyggðar er hámarksökuhraði 35 km á klst.
Nefndin samþykkir að hámarkshraði verði hækkaður í 40 km á klst. að undanskildum götum við skóla, leikskóla og íþróttamiðstöðvar, þar verði hann lækkaður í 30 km á klst.. Tæknideild falið að koma með tillögu að götum þar sem hámarkshraði verði lækkaður í 30 km klst. og einnig verði skoðaður sá möguleiki að setja upp þrengingar við þessar stofnanir.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 251. fundur - 26.02.2020

Á 250.fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin að hámarkshraði í þéttbýlinu yrði hækkaður úr 35 km á klst. í 40 km á klst. að undanskildum götum við skóla, leikskóla og íþróttamiðstöðvar, þar verði hann lækkaður í 30 km á klst. Tæknideild var falið að koma með tillögu að götum þar sem hámarkshraði verði lækkaður í 30 km klst. og einnig verði skoðaður sá möguleiki að setja upp þrengingar við þessar stofnanir.
Lagt fram vinnuskjal tæknideildar þar sem greind eru þau svæði sem nefndin lagði til að hámarkshraði yrði lækkaður niður í 30 km á klst. Tæknideild falið að taka saman kostnað við þær framkvæmdir sem lagðar eru til í samantektinni.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 252. fundur - 01.04.2020

Lögð fram að nýju samantekt tæknideildar vegna lækkunar á hámarkshraða við skóla, leikskóla og íþróttamiðstöðvar ásamt áætlun um kostnað vegna framkvæmdanna.
Vísað til nefndar
Nefndin samþykkir framkomnar tillögur og vísar málinu áfram til bæjarráðs. Tæknideild falið að sækja um styrk úr umferðaröryggissjóð Vegagerðarinnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 07.04.2020

Á 252. fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin eftirfarandi bókun:
Samkvæmt 37.gr. umferðarlaga nr. 77/2019 skal hámarkshraði tilgreindur í heilum tugum að undanteknum hámarksökuhraðanum 15 km á klst. Í þéttbýli Fjallabyggðar er hámarksökuhraði 35 km á klst.
Nefndin samþykkir að hámarkshraði verði hækkaður í 40 km á klst. að undanskildum götum við skóla, leikskóla og íþróttamiðstöðvar, þar verði hann lækkaður í 30 km klst. og einnig verði skoðaður sá möguleiki að setja upp þrengingar við þessar stofnanir.
Lögð fram tillaga tæknideildar; að lækkun á hámarkshraða og að þrengingum á götum við íþróttamiðstöðvar, leikskóla og grunnskóla í sveitarfélaginu svo og við tónlistarskólann í Ólafsfirði, ásamt kostnaðaráætlun.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við Vegagerðina þar sem við á um leyfi, hönnun þrenginga og kostnaðarþátttöku, svo og að koma fyriráætlunum sveitarfélagsins um breytingar á hámarkshraða á einstaka götum til umsagnar hjá lögregluembættinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 253. fundur - 06.05.2020

Á 250.fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin að hámarkshraði í þéttbýlinu yrði hækkaður úr 35 km á klst. í 40 km á klst. að undanskildum götum við skóla, leikskóla og íþróttamiðstöðvar, þar verði hann lækkaður í 30 km á klst. Lögð fram til kynningar umsögn lögreglustjóra sem gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á hámarkshraða.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 254. fundur - 04.06.2020

Á 252. fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin eftirfarandi bókun:
Samkvæmt 37.gr. umferðarlaga nr. 77/2019 skal hámarkshraði tilgreindur í heilum tugum að undanteknum hámarksökuhraðanum 15 km á klst. Í þéttbýli Fjallabyggðar er hámarksökuhraði 35 km á klst.
Nefndin samþykkti að hámarkshraði yrði hækkaður í 40 km á klst. að undanskildum götum við skóla, leikskóla og íþróttamiðstöðvar, þar verði hann lækkaður í 30 km klst. og einnig verði skoðaður sá möguleiki að setja upp þrengingar við þessar stofnanir.

Bæjarráð samþykkti tillöguna á 647. fundi sínum og fól bæjarstjóra að taka upp viðræður við Vegagerðina þar sem við á um leyfi, hönnun þrenginga og kostnaðarþátttöku, svo og að koma fyriráætlunum sveitarfélagsins um breytingar á hámarkshraða á einstaka götum til umsagnar hjá lögregluembættinu.

Á 185. fundi sínum samþykkti Bæjarstjórn Fjallabyggðar samhljóða með 7 atkvæðum að vísa málinu til Skipulags- og umhverfisnefndar og felur nefndinni að endurskoða hámarkshraða í íbúagötum.
Erindi frestað til næsta fundar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 259. fundur - 14.10.2020

Til umræðu tillögur þjónustudeildar Vegagerðarinnar um breytingu á umferðarhraða á þjóðvegum í þéttbýli í Fjallabyggð.
Nefndin leggur til að tillaga B verði notuð við framkvæmd á lækkun hámarkshraða.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 292. fundur - 07.12.2022

Lögð fram drög Vegagerðarinnar að viðmiðum fyrir leyfilegan hámarkshraða á þjóðvegum í þéttbýli.
Nefndin fagnar því að vinna Vegagerðarinnar við samræmingu hámarkshraða á þjóðvegum í þéttbýlum landsins sé loksins að ljúka. Jafnframt lýsir hún því yfir að áhugi sé hjá Fjallabyggð að færa hámarkshraða á öllum þjóðvegum í þéttbýlinu í 30 km/klst.