Sorpdreifing og fjöruhreinsun á Siglufirði

Málsnúmer 2211041

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 292. fundur - 07.12.2022

Lagt fram erindi Örlygs Kristfinnssonar dags. 28.10.2022 þar sem vakin er athylgi á miklum misbresti á förgun úrgangs á landfyllingu hjá Bensínstöðinni og við Selgil. Mikið af almennu rusli er fargað á svæðinu sem berst út í sjó og á fjörur. Engin skilti eru á stöðunum með leiðbeiningum eða umgengisreglum. Óskað er eftir ráðstöfunum frá sveitarfélaginu til að koma í veg fyrir förgun sorps með þessum hætti.
Nefndin þakkar Örlygi fyrir góða ábendingu og óeigingjarnt starf hans og fleiri aðila í þágu náttúrunnar með hreinsun fjara í sveitarfélaginu. Nefndin samþykkir að urðunarstaðir fyrir óvirkan úrgang í sveitarfélaginu verði lokaðir almenningi með áberandi hætti og óviðkomandi vísað á gámasvæði Fjallabyggðar vegna förgunar úrgangs.