Losunarstaðir fyrir óvirkan úrgang í Fjallabyggð

Málsnúmer 2111051

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 721. fundur - 25.11.2021

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 25. október 2021, í minnisblaðinu er farið yfir stöðu losunarstaða fyrir óvirkan úrgang og gróðurúrgang í Fjallabyggð.
Staðfest
Bæjarráð samþykkir að vísa minnisblaðinu til skipulags- og umhverfisnefndar og beinir því til nefndarinnar að sett verði upp leiðbeiningarskilti varðandi losun og umgengni við losunarstaði.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 278. fundur - 08.12.2021

Á 721. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 25. október 2021, í minnisblaðinu er farið yfir stöðu losunarstaða fyrir óvirkan úrgang og gróðurúrgang í Fjallabyggð.

Bæjarráð vísaði erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar að sett verði upp leiðbeiningaskilti varðandi losun og umgengni við losunarstaði.
Afgreiðslu frestað
Nefndin frestar afgreiðslu erindis og felur tæknideild að afla frekari upplýsinga sbr. umræðu á fundinum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 283. fundur - 06.04.2022

Umræða um losunarstaði fyrir óvirkan úrgang í Fjallabyggð tekin upp að nýju.
Nefndin áréttar að samþykkt bæjarstjórnar Ólafsfjarðar frá 1993 um lokun námu ofan Hlíðarvegar verði fylgt eftir.
Nefndin felur tæknideild að sækja um starfsleyfi Umhverfisstofnunar fyrir losunarstaði á óvirkum úrgangi í Fjallabyggð.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 292. fundur - 07.12.2022

Umræða tekin um losunarstaði í sveitarfélaginu fyrir óvirkan úrgang og framtíðaráform í þeim málum.
Vísað til bókunar máls nr. 14 á dagskrá fundarins.