Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

94. fundur 28. júlí 2010 kl. 16:30 - 18:30 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson aðalmaður
  • Elín Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Hlöðversson aðalmaður
  • Stefán Ragnar Hjálmarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Valur Þór Hilmarsson Umhverfisfulltrúi

1.Deiliskipulag - Eyrarflöt Siglufirði

Málsnúmer 1007090Vakta málsnúmer

Fulltrúi X2 Ómar Ívarsson kemur á fund nefndarinar til að kynna tillögur





Ómar Ívarsson kynnti tillögur að deiliskipulagi á Eyrarflöt á Siglufirði.

2.Deiliskipulag -Flæðar

Málsnúmer 1003111Vakta málsnúmer

Fulltrúi X2 Ómar Ívarsson kemur á fund nefndarinar til að kynna tillögur

Ómar kynnti drög að deiliskipulagi fyrir Flæðar.
Nefndin lýsti ánægju sinni með hugmyndirnar í heild sinni, umræða varð um stígagerð með vatninu m.a. með tilliti til fuglaverndar.

3.Deiliskipulag við Túngötu, Siglufirði

Málsnúmer 1002121Vakta málsnúmer

Fulltrúi X2 Ómar Ívarsson kemur á fund nefndarinar til að kynna tillögur

Ómar kynnti tillögur að deiliskipulagi við Túngötu á Siglufirði, gamla fótboltavellinum.
Umræður urðu um tillögurnar og skiptar skoðanir um hana.

4.Framkvæmdir í Héðinsfirði.

Málsnúmer 0910037Vakta málsnúmer

Vegir að Héðinsfjarðarvatni í Fjallabyggð.  Tilkynning um matsskyldu.

Erindi hefur borist frá Skipulagsstofnun dagsett 1. júlí 2010 þar sem óskað er eftir umsögn Fjallabyggðar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum og teknu tilliti til 3. viðauka í 6. gr. laga nr. 106/2000 og 11 gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar telur að áhrif framkvæmdarinnar séu háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti 3. viðauka atriða 2 iii. (c) svæða innan 100m fjalægðar frá fornleifum sem njóta verndar samkvæmt þjóðminjalögum, lið 2 iv. (a) votlendissvæði og lið 2 iv. (h) svæða sem hafa sögulegt, menningarlegt eða fornfræðilegt gildi.

 

Undir þessum lið vék Elín af fundi.

5.Skemma á Bakka, Ólafsfirði

Málsnúmer 1007081Vakta málsnúmer

Eyþór Eyjólfsson fyrir hönd Reykholts ehf. sækir um að véla/verkfærageymsla í landi Bakka, Ólafsfirði verði skilgreind sem bílskúr. Nefndin samþykkir erindið.

6.Túngata 29b - breyting og stækkun

Málsnúmer 1007084Vakta málsnúmer

Sigurður Jóhannsson óskar eftir leyfi til að byggja við og gera breytingar á húseigninni Túngötu 29b skv. meðfylgjandi teikningum. Erindi samþykkt að undangenginni grendarkynningu í nærliggjandi húsum Túngötu 29 og 31b, Hvanneyrarbraut 24.

7.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1007082Vakta málsnúmer

Haraldur Björnsson fyrir hönd fjáreigendafélags Siglufjarðar sækir um byggingarleyfi á gamla flugvellinum við Ráeyri.
Nefndin hafnar erindinu á þeim forsendum að ekki er gert ráð fyrir þesskonar starfsemi á þessu svæði.
Nefndin leggur áherslu á að lokið verði við deiliskipulag fyrir frístundabúskap á Siglufirði sem ekki hefur verið afgreitt.

8.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1007083Vakta málsnúmer

Mikael G. Mikaelsson sækir um leyfi til að byggja bjálkahús á Vermundarstöðum, Ólafsfirði.
Erindi samþykkt.

9.Sumarhúsaeigendur í Hólkoti - úrbætur

Málsnúmer 1007091Vakta málsnúmer

Fyrir hönd sumarhúsaeigenda í landi Hólkots í Ólafsfirði senda Haukur Sigurðsson og Jón Dan Jóhannsson bréf með ósk um úrbætur á svæðinu. Óskað er eftir að gengið verði frá vatnslögn í brunahana á svæðinu. Einnig að klárað verði að girða svæðið fyrir neðan hús nr. 4,5,6 og 7.

Í þriðja lagi er óskað eftir að borið verið ofan í veginn svo hægt sé að ganga hann með góðu móti. 

Byggingafulltrúi upplýsti að unnið sé í girðingarvinnu nú þegar. Farið verður í uppsetningu á brunahana sem fyrst. Hönnunarvinna vegna vega, vatns- og fráveitu er í vinnslu og stefnt að því að uppbygging á veginum verði boðin út á næsta ári.

Byggingafulltrúi mun svara framlögðu bréfi.

10.Klæðning Aðalgötu 32, Siglufirði

Málsnúmer 1006009Vakta málsnúmer

 Óskað var eftir að taka fyrir umræðu um klæðningu á húsi við Aðalgötu 32,  Siglufirði, erindi sem nefndin hafði hafnað á fyrri fundi. Fundarmenn samþykktu að taka málið fyrir.  Nefndin samþykkir að halda sig við bókun 93. fundar. 

Fundi slitið - kl. 18:30.