Skemma á Bakka, Ólafsfirði

Málsnúmer 1007081

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 28.07.2010

Eyþór Eyjólfsson fyrir hönd Reykholts ehf. sækir um að véla/verkfærageymsla í landi Bakka, Ólafsfirði verði skilgreind sem bílskúr. Nefndin samþykkir erindið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 194. fundur - 07.12.2010

179. fundur bæjarráðs frestaði afgreiðslu á þessum máli.

Bæjarráð óskaði eftir við tæknideild að finna skilgreiningu á bílskúr/bílageymslu skv. reglugerð og finna út breytingar á álagningaflokki miðað við breytt afnot af húsnæðinu.

Skv. byggingareglugerð 441/1998, 5. kafli 114 gr. þá eru engin stærðarmörk á bílageymslum eingöngu eru gerðar kröfur um að uppfylla skuli brunavarnir og notagildi. Þar skulu aðeins geymdir bílar og það sem þeim fylgir.

Bæjarráð samþykkir að geymsla í landi Bakka, Ólafsfirði verði skilgreind sem bílskúr að uppfylltum byggingarreglugerðum varðandi þann flokk húsnæðis sem um getur.