Sumarhúsaeigendur í Hólkoti - úrbætur

Málsnúmer 1007091

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 28.07.2010

Fyrir hönd sumarhúsaeigenda í landi Hólkots í Ólafsfirði senda Haukur Sigurðsson og Jón Dan Jóhannsson bréf með ósk um úrbætur á svæðinu. Óskað er eftir að gengið verði frá vatnslögn í brunahana á svæðinu. Einnig að klárað verði að girða svæðið fyrir neðan hús nr. 4,5,6 og 7.

Í þriðja lagi er óskað eftir að borið verið ofan í veginn svo hægt sé að ganga hann með góðu móti. 

Byggingafulltrúi upplýsti að unnið sé í girðingarvinnu nú þegar. Farið verður í uppsetningu á brunahana sem fyrst. Hönnunarvinna vegna vega, vatns- og fráveitu er í vinnslu og stefnt að því að uppbygging á veginum verði boðin út á næsta ári.

Byggingafulltrúi mun svara framlögðu bréfi.