Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

285. fundur 07. júní 2022 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður, A lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir varaformaður
  • Ólafur Baldursson aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Hafey Pétursdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafey Pétursdóttir tæknifulltrúi
Þorgeir Bjarnason boðaði forföll og í hans stað sat Helgi Jóhannsson.

1.Ósk um umsögn á tillögu að deiliskipulagi.

Málsnúmer 2205034Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni, dagsett 6. maí 2022, frá Helgu Írisi Ingólfsdóttur f.h. Dalvíkurbyggðar þar sem óskað er eftir umsögn Fjallabyggðar á tillögu að deiliskipulagi og tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Hauganes í Dalvíkurbyggð.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillögurnar.

2.Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2205071Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Birgittu Guðrúnar Ásgrímsdóttur og Alexanders Schepsky, dagsett 24. maí 2022, um Námuveg 2, Ólafsfirði.

Húsið stendur í dag á Athafnasvæði (AT) en spyrjendur vilja kanna möguleika á að reka gistiheimili og veitingarekstur í hluta hússins sem kallar á breytta skilgreiningu svæðis í verslun og þjónustu (VÞ).
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að finna heppilega útfærslu á breytingu á aðalskipulagi.
Nefndin vísar erindinu til Hafnarstjórnar til umsagnar.

3.Umsókn um byggingarleyfi - Brekkugata 21

Málsnúmer 2205044Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 8. maí 2022, þar sem Sigurður Ingólfsson og Margrét Ólafsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir stækkun á svölum á suðvestur horni efri hæðar á Brekkugötu 21, Ólafsfirði.
Erindi samþykkt.

4.Umsókn um byggingarleyfi - Hafnargata 22

Málsnúmer 2206008Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 2. júní 2022, þar sem L-7 ehf. sækir um byggingarleyfi f.h. Þórarins Hannessonar fyrir útlitsbreytingu á Hafnargötu 22, sem felur í sér að breyta gluggaopi í hurðarop og hlaða upp í eldra hurðarop í leiðinni.
Erindi samþykkt.

5.Umsókn um lóð - Ægisgata 6

Málsnúmer 2205063Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 15. maí 2022, þar sem Lúðvík Freyr Sverrisson f.h. LFS ehf, sækir um úthlutun á lóðinni Ægisgötu 6, Ólafsfirði.
Fyrirhuguð notkun lóðarinnar er að byggja húsnæði undir rekstur LFS ehf.
Erindi samþykkt.

6.Lóðarmarkabreyting - Gránugata 15B og 17B

Málsnúmer 2205080Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 25. maí 2022, þar sem Róbert Guðfinnsson f.h. Selvíkur ehf. sækir um lóðarmarkabreytingu sbr. meðfylgjandi uppdrátt (08120101LBL dagsettur 31.05.2022) fyrir Gránugötu 15b og 17b.
Erindi samþykkt.

7.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Vetrarbraut 4

Málsnúmer 2205030Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 4. maí 2022, þar sem Selvík ehf. sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Vetrarbraut 4, Siglufirði, L143029.
Erindi samþykkt.

8.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Lækjargata 13

Málsnúmer 2205066Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 4. maí 2022, þar sem Skarphéðinn Orri Björnsson sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Lækjargötu 13, Siglufirði, L142822.
Erindi samþykkt.

9.Endurnýjun á framkvæmdaleyfi fyrir Skarðsveg

Málsnúmer 2205062Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna breytinga á Skarðsvegi, Siglufirði. Ráðgert er að hefja framkvæmdir miðað við breytingar snemma sumars og að verkinu verði að fullu lokið haustið 2022.
Erindi samþykkt.

10.Síldartorfan - Listaverk

Málsnúmer 2205028Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi, dagsett 4. maí 2022, þar sem Anita Elefsen f.h. Síldarminjasafns Íslands óskar eftir því að listaverkið Síldartorfan fái að standa á landfyllingu austan Róaldsbrakka til frambúðar. Verkið stendur yst á landfyllingunni og kemur ekki í veg fyrir gott aðgengi að bátarennu sem staðsett er austast á svæðinu.
Jafnframt er óskað leyfis fyrir því að Síldarminjasafnið fegri svæðið umhverfis verkið með einföldum gangstíg og undirlagi undir sjálft verkið og umhverfis það. Notast verði við hellur eða möl. Einnig verði sett upp einfalt, lágreist upplýsingaskilti. Þessar framkvæmdir yrðu á kostnað og ábyrgð Síldarminjasafnsins.
Nefndin tekur vel í erindið og samþykkir að listaverkið fái að standa þarna til frambúðar.
Umhverfisfegrun samþykkt með því skilyrði að ekki verði þrengt að bátarennu.

11.Lausaganga katta

Málsnúmer 2101098Vakta málsnúmer

Mál lagt fram að nýju.
Lagt fram minnisblað tæknideildar frá 28. apríl 2022 ásamt tillögum fráfarandi nefndarmanna.
Nefndin leggur til eftirfarandi breytingu á samþykkt Fjallabyggðar um kattahald.

11. gr. er svohljóðandi í dag:
Tillit til fuglalífs á varptíma:
Eigendum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja bjöllu á kettina og takmarka útiveru þeirra.

11. gr. verður svohljóðandi eftir breytingu:
Tillit til fuglalífs á varptíma
eigendum katta bera að taka tillit til fuglalífs á varptíma, þ.e. frá 1. maí til 15. júlí og takmarka útiveru þeirra. Lausaganga katta er bönnuð frá kl. 20 til kl. 08 á þeim tíma.

Fundi slitið - kl. 18:00.