Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2205071

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 07.06.2022

Lögð fram fyrirspurn Birgittu Guðrúnar Ásgrímsdóttur og Alexanders Schepsky, dagsett 24. maí 2022, um Námuveg 2, Ólafsfirði.

Húsið stendur í dag á Athafnasvæði (AT) en spyrjendur vilja kanna möguleika á að reka gistiheimili og veitingarekstur í hluta hússins sem kallar á breytta skilgreiningu svæðis í verslun og þjónustu (VÞ).
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að finna heppilega útfærslu á breytingu á aðalskipulagi.
Nefndin vísar erindinu til Hafnarstjórnar til umsagnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 745. fundur - 13.06.2022

Á fundinn mættu Birgitta Ásgrímsdóttir ásamt Alexander Schepsky og Guðdísi Jörgensdóttur og kynntu uppbygginaráform sín í tengslum við ferðaþjónustustarfsemi við höfnina í Ólafsfirði.

Bæjarráð fagnar áhuga hópsins og áformum þeirra um uppbyggingu við höfnina í Ólafsfirði. Telur bæjarráð að hugmyndir falli vel að framtíðaráformum sveitarfélagsins um fjölbreyttari nýtingu hafnarinnar í Ólafsfirði.
Bæjarráð lýsir sig reiðubúið til þess að breyta aðalskipulagi til þess að greiða götu verkefnisins.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 129. fundur - 15.06.2022

Þann 7. júní sl. vísaði skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar erindinu til umsagnar hjá Hafnarstjórn.

Lögð fram fyrirspurn Birgittu Guðrúnar Ásgrímsdóttur og Alexanders Schepsky, dagsett 24. maí 2022, um Námuveg 2, Ólafsfirði. Húsið stendur í dag á Athafnasvæði (AT) en spyrjendur vilja kanna möguleika á að reka gistiheimili og veitingarekstur í hluta hússins sem kallar á breytta skilgreiningu svæðis í verslun og þjónustu (VÞ).
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að finna heppilega útfærslu á breytingu á aðalskipulagi.