Umsókn um leyfi fyrir smáhýsi

Málsnúmer 2010038

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 259. fundur - 14.10.2020

Með erindi dagsettu 13. október 2020 óskar Þorsteinn Ásgeirsson fyrir hönd Fjallasala ehf. eftir leyfi til þess að reisa smáhýsiá plani vestan við Pálshús í Ólafsfirði, milli Strandgötu 4 og 6.
Meðfylgjandi er mynd sem sýnir hvar smáhýsið yrði staðsett.
Helgi Jóhannsson vék af fundi undir þessum lið.

Erindi samþykkt.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 260. fundur - 28.10.2020

Á 192. fundi bæjarstjórn er erindinu vísað aftur til Skipulags- og umhverfisnefndar.
Undir þessum lið vék Helgi Jóhannsson af fundi.
Lögð fram samþykki nágranna fyrir staðsetningu smáhýsisins.
Nefndin samþykkir staðsetningu smáhýsis 1 meter frá lóðarmörkum Strandgötu 6 inn á lóð númer 4. Veggur sem snýr að Strandgötu 4 skal vera brunavarin svo fullnægjandi brunahólfun náist á milli bygginga.
Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir og Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir leggja fram eftirfarandi beiðni:
Fundarboð og dagskrá með gögnum skal ekki berast síðar en tveimur sólarhringum fyrir fund. Gögn skulu vera það ítarleg að nefndarmenn geti tekið upplýsta afstöðu til mála sem tilgreind eru í dagskrá. Óskað er eftir að þessu sé fylgt eftir til að tryggja formfestu og upplýstar ákvarðanir nefndarinnar.