Ákall - Björgum Siglunesi

Málsnúmer 2010012

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 671. fundur - 13.10.2020

Lagt fram erindi Átakshóps til varnar áframhaldandi landbroti á Siglunesi við Siglufjörð, dags. 5. október þar sem fram kemur nauðsyn þess að gerður verði varnargarður norðan nessins með stálþili og björgum úr nærliggjandi fjöllum.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 259. fundur - 14.10.2020

Lagt fram erindi Átakshóps til varnar áframhaldandi landbroti á Siglunesi við Siglufjörð, dags. 5. október þar sem fram kemur nauðsyn þess að gerður verið varnargarður norðan nessins með stálþili og björgum úr nærliggjandi fjöllum.
Nefndin tekur undir áhyggjur átakshópsins af landbroti á Siglunesi og þeim breytingum sem það gæti haft í för mér sér á sjólag og öldugang í Siglufirði. Einnig er tekið undir áhyggjur af þeim menningarverðmætum sem þar eru í hættu vegna landbrots.

Nefndin leggur til að sveitarfélagið, í samvinnu við landeigendur, sæki um framlag til sjóvarna vegna landbrots til Vegagerðarinnar. Þar sem Fjallabyggð er ekki landeigandi á Siglunesi er það álit nefndarinnar að ekki eigi að falla kostnaður á sveitarfélagið vegna framkvæmdarinnar.