Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

89. fundur 28. apríl 2010 kl. 16:30 - 16:30 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Magnús Guðmundur Ólafsson formaður
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður
  • Júlíus Hraunberg Kristjánsson aðalmaður
  • Anna María Elíasdóttir varamaður
  • Stefán Ragnar Hjálmarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir tæknifulltrúi
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir tæknifulltrúi

1.Ósk um að halda sauðfé hér á Siglufirði og annað í framhaldi af því

Málsnúmer 1002061Vakta málsnúmer

Haraldur Björnsson óskar eftir því að skemma sem stendur við Flugvallarveg fái skammtímaleyfi á þeim stað sem hún er, í tvö ár.  Umbeðin tímamörk m.v. undirbúning Skipulags- og umhverfisnefndar til að undirbúa og fjalla um málið. 

Erindi er hafnað á þeim forsendum að skemman á að fara þegar framkvæmdum við Héðinsfjarðargöng líkur og bendir nefndin á fyrri bókun, þar sem bent var á svæði norðan Ráeyrarvegar upp að hesthúsum.

2.Steyptur garðveggur

Málsnúmer 1004044Vakta málsnúmer

Þórdís K. Pétursdóttir sækir um að fá að gera steyptan garðvegg að Laugarvegi 12, Siglufirði sem yrði í framhaldi af steypta garðveggnum að Laugarvegi 10.  Nýir eigendur hússins hafa lagað húsið og garðinn og í framhaldi af þeim framkvæmdum vilja þau steypa garðvegg svo samræmi verði götumegin sem og til að hindra jarðsig út á götuna frá garðinum.

Erindi samþykkt.

3.Hlíðarvegur 20, Ólafsfirði

Málsnúmer 1004036Vakta málsnúmer

Aðalsteinn G. Friðþjófsson sækir um að klæða Hlíðarveg 20, Ólafsfirði með ál Garðapanel, GP 20, 16,7 cm breiður, klæddur standandi.  Efri hæðin verður hvít á veggjum, grænt í kringum glugga og neðri hæðin verður græn með hvítu í kringum glugga.

Nefndin samþykkir erindið og skila þarf inn útlitsteikningum af húsinu á tæknideild.

4.Aðkoma og aðgengi að húsum við Hlíðarveg 1c, 3c, 7c og Hátún.

Málsnúmer 1004047Vakta málsnúmer

Húseigendur við Hlíðarveg 1c, 3c, 7c og Hátún, Siglufirði fara vinsamlega fram á við Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar, að aðkoma og aðgengi að húsum þeirra verði löguð og komið í viðunandi horf.

Nefndin tekur vel í erindið og óskar eftir því við tæknideild að koma með hugmynd að útfærslu og kostnaði vegna þessa.

5.Þjónustuhús á gámasvæði Ólafsfirði

Málsnúmer 1003158Vakta málsnúmer

Erindi frestað frá síðasta fundi.  Byggingarfulltrúi lagði fram útlitsteikningu af þjónustuhúsi á gámasvæði Ólafsfjarðar. 

Erindi samþykkt með 4 atkvæðum, Helgi á móti.

Helgi leggur fram bókun:

Ég tel að húsnæði hafnarvogar henti mjög vel sem þjónustuhús fyrir gámasvæðið og rúmast með þeirri starfsemi sem þar er. Engin salernisaðstaða verður í þjónustuhúsi og er ætlast til að starfsmenn noti húsnæði hafnarvogar. Einnig vil ég benda á að engin geymsla er fyrir gámasvæðið. Að þessu framansögðu er ég á móti breyttum afnotum á þessu húsi.

 

6.Hönnun vega og lagna í sumarhúsabyggðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 1003141Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi var lagt til að ganga til samninga við VSÓ ráðgjöf um hönnun og lagnir í sumarhúsabyggðum Fjallabyggðar.

Forsendur hafa breyst á þann veg að lagt er til að gengið verði til samninga við VSÓ um 2 verk og Verkfræðistofu Siglufjarðar um 1 verk og eru það um lægstu verðin í verðkönnunni.

Erindi samþykkt.

7.Eyrargata 3, breyting á inngangi

Málsnúmer 1003174Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi var óskað eftir leyfi til að fá að setja stiga utan á húseignina Eyrargötu 3, var erindinu frestað vegna vöntunar á lóðarstærð húsins. Skv. lóðarblaði er nægt pláss fyrir stigann og á þeim forsendum samþykkir nefndin erindið með 4 atkvæðum, þorgeir situr hjá.   Óskað er eftir teikningum og frekari útfærslu á stiganum.

 

8.Íbúafundir apríl 2010

Málsnúmer 1004056Vakta málsnúmer

Íbúafundir voru haldnir á Siglufirði 15. apríl og í Ólafsfirði 26. apríl sl.   Halldór Jóhannsson frá Teikn á lofti fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á tillögu að aðalskipulagi Fjallabyggðar. 

9.Sundlaugin Ólafsfirði, breytingar á sundlaugargarði

Málsnúmer 1004057Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi lagði fram teikningar af hugmyndum að lendingarlaugum fyrir rennibraut sem fyrirhugað er að setja upp við sundlaugina. 

10.Breyting á húsnæði, Námuvegur 2

Málsnúmer 1004071Vakta málsnúmer

Sigurjón Magnússon fyrir hönd Sigurjóns Magnússonar ehf. ósker eftir leyfi til að stækka tvær iðnaðarhurðir á vesturhlið á norðurenda Námuvegar 2.  Hurðirnar verða B 330 x H 430 cm.  Einnig er óskað eftir að fá að breyta skipulagi á núverandi rúmi innan við hurðirnar til að fá rými fyrir tvær stórar bifreiðar.

Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og óskar eftir byggingarnefndarteikningum.

11.Gestahús við Brimnes

Málsnúmer 1004070Vakta málsnúmer

Sigurjón Magnússon óskar eftir leyfi til að setja niður gestahús á lóð sinni sunnan við íbúðarhúsið á Brimnesi.  Gestahúsið er hæð og ris gamla íbúðarhússins að Vatnsenda í Ólafsfirði.

Skv. núgildandi skipulagi er landnýting skilgreind sem  verslun-, þjónusta og atvinnusvæði,  og á tillögu að nýju aðalskipulagi Fjallabyggðar er lagt til að svæðið verði skilgreint sem íbúðabyggð.

Í ljósi þessa er nauðsynlegt að svæðið verði deiliskipulagt og því er ekki hægt að verða við erindinu að svo stöddu.

 

12.Tjarnargata 8,Siglufirði

Málsnúmer 1003074Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi nefndarinnar lá fyrir ósk frá bæjarráði um skipulag svæðis við Tjarnagötu 8, Siglufirði. Þar sem húsið er í beinni götulínu við Gránugötu skv. gildandi aðalskipulagi, sem gerir ráð fyrir að gatan lengist niður að sjó og liggi með sjávarsíðunni í norður er lagt til að húsið Tjarnargata 8 verði fært í suður.  Ef af gatnagerð yrði er húsið fyrir, og er bent á að ef það yrði fært ca. 7-8 metra suður í sömu línu og Olísbúðin yrði það ekki fyrir.

13.Aðalskipulag Fjallabyggðar 2008 - 2028.

Málsnúmer 0811043Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008 - 2028, með áorðnum breytingum,og að svæðið á Kleifum verði skilgreint sem landbúnaðarsvæði með hverfisvernd. 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillögu og felur tæknideild að fá heimild skipulagsstofnunar að tillagan verði auglýst, skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Fundi slitið - kl. 16:30.