Ósk um að halda sauðfé hér á Siglufirði og annað í framhaldi af því

Málsnúmer 1002061

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 24.02.2010

Óskað er eftir af níu einstaklingum í Siglufirði að fá að halda sauðfé í skemmu sem staðsett er á flugvellinum á Siglufirði, sunnan við flugstöð.  Skuldbinda aðilar sig að sleppa sauðfé í framdali og aðrar afréttir á Siglufirði.  Ef leyfi verður veitt myndu undirritaðir sjá um haustgöngur, sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.  Lagt er til að safnrétt verði lögð niður þar sem hún er í dag ofan við hesthúsabyggð og staðsett á sama stað og sótt er um að hafa fjárhús.

Nefndin tekur vel í erindið, en óskar eftir fundi með viðkomandi aðilum varðandi málið sem og útfærslu á réttinni og fleiru.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 17.03.2010

Erindi var tekið fyrir á fundi nefndarinnar þann 26. febrúar sl. þar sem óskað var eftir leyfi til að halda sauðfé í skemmu sem staðsett er við flugvöllinn á Siglufirði.

Á fundi með viðkomandi aðilum var þeim gert ljóst að staðsetning við flugvöllinn komi ekki til greina og var þeim bent á svæði norðan Ráeyrarvegar sem liggur upp að hesthúsum. 

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 28.04.2010

Haraldur Björnsson óskar eftir því að skemma sem stendur við Flugvallarveg fái skammtímaleyfi á þeim stað sem hún er, í tvö ár.  Umbeðin tímamörk m.v. undirbúning Skipulags- og umhverfisnefndar til að undirbúa og fjalla um málið. 

Erindi er hafnað á þeim forsendum að skemman á að fara þegar framkvæmdum við Héðinsfjarðargöng líkur og bendir nefndin á fyrri bókun, þar sem bent var á svæði norðan Ráeyrarvegar upp að hesthúsum.