Gestahús við Brimnes

Málsnúmer 1004070

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 28.04.2010

Sigurjón Magnússon óskar eftir leyfi til að setja niður gestahús á lóð sinni sunnan við íbúðarhúsið á Brimnesi.  Gestahúsið er hæð og ris gamla íbúðarhússins að Vatnsenda í Ólafsfirði.

Skv. núgildandi skipulagi er landnýting skilgreind sem  verslun-, þjónusta og atvinnusvæði,  og á tillögu að nýju aðalskipulagi Fjallabyggðar er lagt til að svæðið verði skilgreint sem íbúðabyggð.

Í ljósi þessa er nauðsynlegt að svæðið verði deiliskipulagt og því er ekki hægt að verða við erindinu að svo stöddu.