Styrkir til uppbyggingar hleðslustöðva fyrir rafbíla

Málsnúmer 1908027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 616. fundur - 20.08.2019

Lögð fram auglýsing Orkusjóðs um styrki til uppbyggingar hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla ásamt minnisblaði skipulags- og tæknifulltrúa, dags. 19.08.2019 vegna umsóknar um styrk fyrir hraðhleðslustöð í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og tæknifulltrúa að vinna málið áfram.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 630. fundur - 26.11.2019

Lagt fram erindi Jakobs Björnssonar fh. Orkusjóðs, dags. 15.11.2019, þar sem fram kemur að Fjallabyggð hlaut ekki styrk vegna uppsetningar hleðslustöðva fyrir rafbíla í Ólafsfirði. Eitt þeirra markmiða með úthlutun styrkjanna, sem tilgreint var í auglýsingu þeirra, var að fjölga aflmeiri stöðvum en fyrir væru (50kw). Umsóknir um uppsetningu á 150kw stöðvum reyndust mun fleiri en reiknað var með. Niðurstaðan varð því sú að styrkja einungis uppsetningu slíkra stöðva. Ein undantekning er á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal en þar er ekki unnt að setja upp svo aflmikla stöð.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við Olís og kannaður vilji fyrirtækisins til þess að setja niður hleðslustöð fyrir rafbíla á þjónustustöð í Ólafsfirði.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 249. fundur - 04.12.2019

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Jakobi Björnssyni f.h. Orkusjóðs dagsettur 15. nóvember 2019, þar sem fram kemur að umsókn Fjallabyggðar um styrk til uppsetningar hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla hefði ekki verið samþykkt að þessu sinni.