Deiliskipulag íþróttasvæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 1908032

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 244. fundur - 04.09.2019

Lögð fram skipulagslýsing sem er upphaf vinnu við deiliskipulag íþróttasvæðis í Ólafsfirði.
Tæknideild falið að kynna skipulagslýsinguna í samræmi við 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 247. fundur - 06.11.2019

Lagðar fram umsagnir og ábendingar vegna skipulagslýsingar deiliskipulags íþróttasvæðisins í Ólafsfirði. Einnig lögð fram drög að deiliskipulagstillögu.
Tæknideild falið að kynna íbúum og öðrum hagsmunaaðilum drög að deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 249. fundur - 04.12.2019

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi íþróttasvæðis í Ólafsfirði dagsett 12. nóvember 2019, sem kynnt var fyrir opnu húsi þann 28. nóvember sl.
Nefndin leggur til að deiliskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 251. fundur - 26.02.2020

Tillaga að deiliskipulagi íþróttasvæðis í Ólafsfirði var auglýst með athugasemdafresti frá 8. janúar til 19. febrúar 2020. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum en umsagnir bárust frá Minjastofnun dagsett 15. janúar 2020 og Norðurorku dagsett 23. janúar 2020.
Samþykkt
Nefndin samþykkir skipulagstillöguna og felur tæknideild að sjá um afgreiðslu og gildistöku hennar í samræmi við 42.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Fylgiskjöl: