Umsókn um stækkun lóðar við Hólaveg 27 Siglufirði

Málsnúmer 1909024

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 245. fundur - 25.09.2019

Lagt fram erindi dagsett 9. september 2019 þar sem húseigendur að Hólavegi 27 óska eftir stækkun lóðar til norðurs skv. meðfylgjandi mynd.
Synjað
Erindi synjað.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 246. fundur - 07.10.2019

Lagt fram erindi dagsett 4. október 2019 þar sem húseigendur að Hólavegi 27 óska eftir stækkun lóðar til norðurs að lóð nr. 31.
Erindi frestað.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 247. fundur - 06.11.2019

Lagt fram erindi dagsett 4. október 2019 þar sem húseigendur að Hólavegi 27 óska eftir stækkun lóðar til norðurs að Hólavegi nr. 31. Einnig lagt fram erindi húseiganda Hólavegs 31 dagsett 28. október 2019 þar sem fram kemur að eigandi hafi lagt til kostnað og vinnu við lagfæringu á bakka og bílastæði á óúthlutuðu landi sem um ræðir og óskar jafnframt eftir að sá hluti lóðar verði hluti af nýjum lóðarleigusamningi fyrir Hólaveg 31.
Erindi frestað.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 249. fundur - 04.12.2019

Lagt fram erindi dagsett 4. október 2019 þar sem húseigendur að Hólavegi 27 óska eftir stækkun lóðar til norðurs að lóðarmörkum Hólavegar nr. 31. Einnig lagt fram erindi húseiganda Hólavegar 31 dagsett 28. október 2019 þar sem fram kemur að eigandi hafi lagt til kostnað og vinnu við lagfæringu á bakka og bílastæði á óúthlutuðu landi sem um ræðir, í samráði við þáverandi bæjartæknifræðing og óskar jafnframt eftir að sá hluti lóðar verði hluti af nýjum lóðarleigusamningi fyrir Hólaveg 31.
Nefndin hafnar umsókn húseigenda að Hólavegi 27. Nefndin samþykkir að gengið verði frá nýjum lóðarleigusamning við húseiganda að Hólavegi 31 og lóðarmörk stækkuð til suðurs að lóðarmörkum Hólavegar 27 í samræmi við samkomulag sem húseigendur að Hólavegi 31 gerðu við bæjaryfirvöld árið 2006.