Erindi vegna lóðar sunnan við Alþýðuhúsið á Siglufirði

Málsnúmer 1804119

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 225. fundur - 30.04.2018

Lagt fram erindi Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur dagsett 25. apríl 2018. Óskað er eftir því að lóðin sunnan við Alþýðuhúsið, austur að Lækjargötu og vestur að Túngötu verði látin fylgja Alþýðuhúsinu sem útivistarsvæði ætlað til uppbyggingar skúlptúrgarðs í Aðalheiðar umsjá og framkvæmd.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að úthluta lóðinni til Aðalheiðar. Tæknideild falið að útbúa lóðarleigusamning.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 20.06.2018

Lögð fram drög að lóðarleigusamning til handa Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur fyrir skúlptúrgarð við Túngötu 22 sem hún hyggst byggja upp.
Afgreiðslu frestað
Erindi frestað.