Umsókn um leyfi fyrir mjölbræðslu

Málsnúmer 1805048

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 20.06.2018

Lagt fram erindi Elísar Hólm Þórðarsonar, Guðmundar Fannars Þórðarsonar og Haforku ehf., dagsett 15. maí 2018. Óskað er eftir leyfi til að setja upp mjölbræðslu í minkaskálanum á Burstabrekkueyri. Einnig er óskað eftir leyfi til að hækka lofthæð skálans um allt að tvo metra.
Erindi svarað
Samkvæmt Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 er svæðið sem um ræðir skilgreint sem landbúnaðarsvæði og samræmist starfsemi mjölbræðslu því ekki stefnu sveitarfélagsins um landnotkun á svæðinu. Til að svo megi verða þarf að ráðast í breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Einnig þyrftu landeigendur að deiliskipuleggja svæðið með tilliti til framtíðarnotunar og sækja um starfsleyfi fyrir mjölbræðslu til Umhverfisstofnunar.
Nefndin tekur jákvætt í hækkun á lofthæð minkaskálans en sækja þarf um byggingarleyfi vegna þess á þar til gert eyðublað og skila inn teikningum af breytingunum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 242. fundur - 17.07.2019

Lagt fram erindi Þórðar B. Guðmundssonar dagsett 6. júlí 2019. Áformað er að reisa fiskimjölsverksmiðu á Burstabrekkueyri í Ólafsfirði og óskað eftir staðfestingu á að starfsemin sé í samræmi við gildandi skipulag.
Erindi svarað
Samkvæmt Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 er svæðið sem um ræðir skilgreint sem landbúnaðarsvæði og samræmist starfsemi mjölbræðslu því ekki stefnu sveitarfélagsins um landnotkun á svæðinu eins og kom fram í svari nefndarinnar 14.6.2018. Til að svo megi verða þarf að ráðast í breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem nefndin telur ekki tímabært að svo stöddu. Einnig þyrftu landeigendur að deiliskipuleggja svæðið með tilliti til framtíðarnotunar.