Erindi frá Garðyrkjufélagi Tröllaskaga norður

Málsnúmer 1805067

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 560. fundur - 14.06.2018

Lagt fram erindi frá Garðyrkjufélagi Tröllaskaga Norðurs þar sem óskað er eftir landi til að rækta upp. Einnig er óskað eftir fjárstyrk að sömu upphæð og skógræktarfélagið á Siglufirði fær ár hvert.

Bæjarráð vísar erindinu varðandi ósk eftir landi til skipulags og umhverfisnefndar.

Umsóknir um fjárstyrk til félagasamtaka eru auglýstar við gerð fjárhagsáætlana ár hvert.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 20.06.2018

Lagt fram erindi frá Garðyrkjufélagi Tröllaskaga Norðurs, dagsett 8.maí 2018 þar sem óskað er eftir landi til að rækta upp. Landsvæðið sem um ræðir er meðfram fjárréttini í vestur, meðfram veginum við Ólafsfjarðarvatn, upp að fjárrekstrarveginum og síðan að réttini aftur skv. meðfylgjandi loftmynd.
Erindi svarað
Skv. bókun bæjarráðs frá 8.maí sl. var ákveðið að ekki yrði hróflað við eða ráðstafað umræddu svæði næstu tvö árin vegna mögulegrar atvinnuuppbyggingar Framfarafélags Ólafsfjarðar. Ekki er því hægt að verða við umsókn um framangreint land. Tæknideild falið að hafa samband við umsækjanda vegna mögulegrar staðsetningar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 11.07.2018

Lagt fram erindi dagsett 4. júlí 2018 þar sem Anna María Guðlaugsdóttir f.h. Garðyrkjufélags Tröllaskaga norðurs og Skógræktunarfélags Ólafsfjarðar, óskar eftir landsvæði til að rækta upp og gera að útivistarsvæði/skrúðgarði í Ólafsfirði. Svæðið sem um ræðir er á milli skólalóðar og Sigurhæðar og frá tjaldsvæði út að menntaskóla. Einnig er óskað eftir grænu svæði norðan við bílaplan menntaskólans.
Erindi svarað
Nefndin tekur vel í erindið og óskar eftir frekari upplýsingum um útfærslu svæðisins.