Bóka- og héraðsskjalasafn Fjallabyggðar. Starfsáætlun 2016

Málsnúmer 1602028

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 23. fundur - 15.02.2016

Lagt fram
Hrönn Hafþórsdóttir fór yfir starfsáætlun Bóka- og héraðsskjalasafnsins og upplýsingamiðstöðvar fyrir árið 2016. Í starfsáætluninni er farið yfir helstu markmið og hlutverk auk þess sem gerð er grein fyrir helstu verkefnum ársins.
Fram kom hjá Hrönn að Brynja I. Hafsteinsdóttir skjalavörður hefur sagt starfi sínu lausu og var auglýst eftir starfsmanni nú í byrjun febrúar. Alls sóttu þrír aðilar um starfið og hefur Hrönn ráðið Önnu Huldu Júlíusdóttur í starf skjalavarðar.
Nefndin þakkar Hrönn framlagða áætlun. Um leið og nefndin bíður Önnu Huldu velkomna til starfa vill nefndin þakka Brynju fyrir hennar störf í þágu Fjallabyggðar og óskar henni velfarnarðar á nýjum vettvangi.