Hátíðir í Fjallabyggð

Málsnúmer 1602031

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 23. fundur - 15.02.2016

Vísað til nefndar
Lagt fram minnisblað formanns markaðs- og menningarnefndar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um hátíðir í Fjallabyggð. Nefndin leggur til við bæjarráð að hátíðir verði styrktar sem hér segir:
Berjadagar: 500.000 kr.
Blúshátíð: 600.000 kr.
Síldarævintýri: 2.750.000 kr.
Sjómannadagshátíð: 200.000 kr. til viðbótar við áður úthlutaðann styrk að upphæð 600.000 kr.
Þjóðlagahátíð: 800.000 kr.
Nefndin setur fyrirvara á úthlutun til Síldarævintýrisins vegna stöðu mála og ekki hafi enn tekist að manna nýja stjórn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 436. fundur - 15.03.2016

Lagt fram minnisblað formanns markaðs- og menningarnefndar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um hátíðir í Fjallabyggð. Nefndin leggur til við bæjarráð að hátíðir verði styrktar sem hér segir:
Berjadagar: 500.000 kr.
Blúshátíð: 600.000 kr.
Síldarævintýri: 2.750.000 kr.
Sjómannadagshátíð: 200.000 kr. til viðbótar við áður úthlutaðann styrk að upphæð 600.000 kr.
Þjóðlagahátíð: 800.000 kr.
Nefndin setur fyrirvara á úthlutun til Síldarævintýrisins vegna stöðu mála og ekki hafi enn tekist að manna nýja stjórn.

Á 128. fundi bæjarstjórnar var þessum dagskrárlið vísað til endalegrar afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir tillögur markaðs- og menningarnefndar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 26. fundur - 15.09.2016

Lagt fram
Lagðar fram greinargerðir og uppgjör eftirtaldra hátíða; Sjómannadagshátíð, 17. júní, Blúshátíð, Þjóðlagahátíð og Síldarævintýri.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 27. fundur - 20.10.2016

Vísað til nefndar
Lagt fram uppgjör frá Berjadögum 2016.
Einnig var lagt var fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa varðandi Trilludaga um að þeir verði haldnir aftur á árinu 2017. Nefndin leggur til að haldinn verði fundur með öllum þeim sem komu að Trilludögum 2016 og línur lagðar fyrir næsta ár.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 15.02.2017

Lagt fram
Almenn umræða um Síldarævintýrið.
Nefndarmenn voru sammála um að auglýsa eftir framkvæmdastjóra til að taka að sér samræmingu dagskrár yfir verslunarmannahátíðina með einblíningu á grunndagskrá tengdri Síldarævintýrinu, en að mestu verði farið í að einbeita sér að stærri markhóp og þá helst fjölskyldufólki á aldrinum 30-50 ára.
Nefndarmenn voru sammála um að alls konar íþróttaþrautir og viðburðir og keppnir muni henta vel til að kalla fólk til leiks og skapa nýja og ferska ásýnd bæjarfélagsins. Óskað er eftir upplýsingum hver fjárhagsrammi sveitarfélagsins er í kringum þennan árlega viðburð.
Einnig rætt um aðrar hátíðir sveitarfélagsins, svo sem Trilludaga og 17.júní.