Ársskýrsla Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar 2015

Málsnúmer 1602027

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 23. fundur - 15.02.2016

Lagt fram
Á fundinn mættu Hrönn Hafþórsdóttir forstöðukona Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar og Brynja I. Hafsteinsdóttir skjalavörður héraðsskjalasafnsins. Brynja fór yfir starfsemi héraðsskjalasafnsins og gerði grein fyrir starfsemi þessi. Ljóst er, ef safnið á að uppfylla lagalegar skyldur sínar, þarf að bæta húsnæðismál safnsins og eins þarf að auka við starfshlutfall til að mæta auknum verkefnum.
Hrönn fór yfir ársskýrslu safnsins fyrir árið 2015. Í ársskýrslunni kemur m.a. fram að gestakomur á bókasafnið fór nú í fyrsta skipti yfir 10.000 manns og jókst heildargestafjöldi frá árinu 2014 um 33%. Lánþegakomur voru 8.875 manns og aðrar heimsóknir voru 2.242.
Útlán úr Gegni voru 10.384 en voru 9.181 á árinu 2014. Útlánaaukning er því 13.1% á milli ára.
Undir þessum lið lagði Hrönn jafnframt fram yfirlit yfir bókakaup frá árinu 2012. Flestir titlar voru keyptir á árinu 2013 eða alls 510. 287 titlar voru keyptir á árinu 2015 þrátt fyrir hærri upphæð til bókakaupa.
Nefndin þakkar Hrönn fyrir greinargóða skýrslu.