Ráðning forstöðumanns Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 1312048

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21.01.2014

Umsóknarfrestur um starf forstöðumanns Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar rann út 10. janúar s.l.

11 umsóknir bárust.

Eftirtaldir sóttu um:

Andrea Dan Árnadóttir

Ásdís Sigurðardóttir

Einar Örn Stefánsson

Halldóra Ólafs

Hrönn Hafþórsdóttir

Ísabella Ruth Borgþórsdóttir

Jakob Trausti Arnarsson

Jón Tryggvi Sveinsson

Sigrún Gísladóttir

Sigurður Ásgeir Árnason

Svava Lóa Stefánsdóttir

Skrifstofu- og fjármálastjóri ásamt núverandi forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns hafa yfirfarið umsóknir

og leggja til við bæjarráð að þeir umsækjendur sem lokið hafa námi í tilskyldum prófum í bókasafns- og upplýsingafræði

verði teknir í starfsviðtal.

Samþykkt samhljóða.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 5. fundur - 03.02.2014

Umsóknarfrestur um starf forstöðumanns Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar var til 10. janúar s.l. og sóttu 11 um.
Tveir umsækjendur sem uppfylltu skilyrði um prófgráðu í bókasafns- og upplýsingarfræðum voru boðaðir í starfsviðtal.  
Annar þeirra afþakkaði boðið.
Starfsviðtal var tekið við Hrönn Hafþórsdóttur 24. janúar.
Fulltrúar sveitarfélagsins í viðtali voru skrifstofu- og fjármálastjóri, Ólafur Þór Ólafsson og forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns, Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir.

Mæla þau með því að Hrönn Hafþórsdóttir deildarstjóri hjá Bókasafni Hafnarfjarðar, verði ráðin.

Markaðs- og menningarnefnd mælir með því við bæjarráð að Hrönn Hafþórsdóttir verði ráðin sem forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 331. fundur - 04.02.2014

Lögð fram tillaga frá markaðs- og menningarnefnd, skrifstofu- og fjármálastjóra og forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns.

Lagt er til að ráða Hrönn Hafþórsdóttur sem forstöðumann bóka- og héraðsskjalasafns Fjallayggðar.

Samþykkt samhljóða.