Samkomulag um afnot af húsnæði Tjarnarborgar

Málsnúmer 1401134

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 5. fundur - 03.02.2014

Lagt fram erindi frá Leikfélagi Fjallabyggðar þar sem óskað er eftir afnotum af Menningarhúsinu Tjarnarborg á æfingatímabili leikfélagsins, sambærilegu samkomulagi og var við Leikfélag Ólafsfjarðar.
Í erindi koma fram ábendingar er varðar búningaaðstöðu.  
Leikfélagið óskar einnig eftir afnotum af bíl sveitarfélagsins til að ferja leikfélaga á æfingar frá Siglufirði til Ólafsfjarðar og til baka.

Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að gerður skuli afnotasamningur við Leikfélag Fjallabyggðar vegna aðstöðu í Tjarnarborg.
Nefndin telur ekki rétt að ráðstafa bíl sveitarfélagins fyrir leikæfingar.
Nefndin vísar beiðni um lagfæringu á búningaaðstöðu til deildarstjóra tæknideildar.