Rekstraryfirlit nóvember 2013

Málsnúmer 1401041

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 52. fundur - 20.01.2014

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir nóvember 2013.

Þar kemur fram að tekjur eru hærri um 4.2 m.kr. og launaliðir lægri um 1.1 m.kr.

Annar rekstrarkostnaður er hærri um 1.6 m.kr., að teknu tilliti til eignabreytinga.

Fjármagnsliðir eru hærri á tímabilinu um sem nemur 0.8 m.kr.

Hafnarstjórn vill taka fram að ánægja er með stöðu mála í lok nóvember.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21.01.2014

Rekstraryfirlit fyrstu ellefu mánuðina lagt fram til kynningar.
Rekstrarniðurstaða er 33 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir. Tekjur eru 5 milljónum lægri, gjöld 28 milljónum lægri og fjárm.liðir 10 milljónum lægri.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 5. fundur - 03.02.2014

Rekstraryfirlit lagt fram til kynningar.
Niðurstaða fyrir menningarmál fyrstu 11 mánuði ársins er 51,4 millj. kr. sem er 94% af áætlun tímabilsins sem var 54,7 millj. kr. Niðurstaða fyrir atvinnu- og ferðamál fyrstu 11 mánuði ársins er 10,1 millj. kr. sem er 79% af áætlun tímabilsins sem var 12,8 millj. kr.