Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

121. fundur 13. nóvember 2025 kl. 16:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalm.
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður
  • Ægir Bergsson formaður
  • Karen Sif Róbertsdóttir aðalm.
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029

Málsnúmer 2509018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur rammaáætlun fyrir rekstraráætlun markaðs - og menningarmála eins og áætlunin var samþykkt í fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjallabyggðar.
Samþykkt
Nefndin gerir ekki athugasemdir við áætlunina eins og hún liggur fyrir.

2.Mannamót 2026

Málsnúmer 2511006Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tilkynning frá Markaðsstofu Norðurlands um "Mannamót, Markaðsstofu Landshlutanna" sem haldið verður í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 15. janúar 2026. Mannamót er fjölmennasti viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu og er tilgangurinn að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustufólki. Aðeins samstarfsfyrirtækjum Markaðsstofu landshlutanna gefst kostur á að skrá sig á Mannamót til að sýna og kynna sitt fyrirtæki.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd hvetur ferðaþjónustuaðila í Fjallabyggð til að nýta þetta einstaka tækifæri til að kynna sína þjónustu í ferðaþjónustu á Íslandi.

3.Ferðaklasi Fjallabyggðar

Málsnúmer 2511002Vakta málsnúmer

Fyrir liggur kynning á hugmyndum um stofnun á Ferðaklasa Fjallabyggðar en erindið er til umræðu í bæjarráði Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd fagnar því frumkvæði sem fram kemur í erindinu og leggur áherslu á að aðkoma Fjallabyggðar að stofnun Ferðaklasa Fjallabyggðar sé skoðuð nánar.

4.Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar

Málsnúmer 2511003Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sóta Summits þar sem kynntar eru rekstrarhugmyndir að Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar en erindið er til umfjöllunar í bæjarráði Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd telur mikilvægt að skoða alla möguleika á rekstrarfyrirkomulagi Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar og leggur til að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum til þess að sinna rekstrinum.

5.Tjaldsvæði Fjallabyggðar 2025-2027

Málsnúmer 2502042Vakta málsnúmer

Farið var yfir gestafjölda og gistináttafjölda á tjaldsvæðunum á Siglufirði og Ólafsfirði í sumar. Reksturinn gekk almennt vel á báðum stöðum og góð nýting á tjaldsvæðunum, sérstaklega í júlí og ágúst. Í vinnslu er að gera bragarbót á tjaldsvæðinu á Ólafsfirði sem drenar illa í rigningum og er svæðið nú í hönnunarferli. Á tjaldsvæðinu á Siglufirði komu upp mál er snérust að afar slæmri umgengni og jafnvel skemmdum á eignum sem og ónæði frá unglingum sem ekki voru gestir á svæðinu en á því var tekið af rekstraraðilum.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.