Mannamót 2026

Málsnúmer 2511006

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 121. fundur - 13.11.2025

Fyrir liggur tilkynning frá Markaðsstofu Norðurlands um "Mannamót, Markaðsstofu Landshlutanna" sem haldið verður í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 15. janúar 2026. Mannamót er fjölmennasti viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu og er tilgangurinn að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustufólki. Aðeins samstarfsfyrirtækjum Markaðsstofu landshlutanna gefst kostur á að skrá sig á Mannamót til að sýna og kynna sitt fyrirtæki.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd hvetur ferðaþjónustuaðila í Fjallabyggð til að nýta þetta einstaka tækifæri til að kynna sína þjónustu í ferðaþjónustu á Íslandi.