Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

119. fundur 18. september 2025 kl. 15:30 - 17:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalm.
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður
  • Ægir Bergsson formaður
  • Karen Sif Róbertsdóttir aðalm.
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Uppsögn starfsmanns - markaðs- og menningarfulltrúi

Málsnúmer 2508048Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri greindi frá því að vegna skipulagsbreytinga og breytinga á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar hafi starf markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar verið lagt niður í núverandi mynd og starfsmanni sagt upp.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd þakkar markaðs- og menningarfulltrúa fyrir góð störf undanfarin ár sem og samskiptin við nefndina og óskar henni velfarnaðar í komandi verkefnum.

2.Trilludagar 2025

Málsnúmer 2506019Vakta málsnúmer

Farið var yfir helstu upplýsingar varðandi framkvæmd Trilludaga þann 26.júlí s.l. en hátíðin tókst afar vel og talið að um 2.500 manns hafi lagt leið sína niður að smábátahöfninni á Siglufirði og um 500 gestir hafi farið í siglingu.
Lagt fram til kynningar
Nefndin fagnar vel heppnuðum Trilludögum 2025 og þakkar öllum þeim aðilum sem að komu við framkvæmd hátíðarinnar.

3.Styrkveitingar Fjallabyggðar 2026

Málsnúmer 2506046Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri greindi frá því að fjölmargar umsóknir hafa þegar borist um ýmis konar styrki til menningarmála en á næsta fundi verður farið yfir þær umsóknir sem berast. Umsóknarfrestur er til 1.október n.k.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

4.Síldarævintýrið 2025

Málsnúmer 2507001Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar frá framkvæmdaaðilum Síldarævintýrisins 2025 en hátíðin tókst mjög vel og sóttu hana fleiri en gert var ráð fyrir. Framkvæmdaaðilar hafa bent á nokkur atriði sem betur mega fara og verður unnið að því sameiginlega að undirbúa næsta Síldarævintýri.
Lagt fram til kynningar
Nefndin þakkar fyrir upplýsingarnar og jafnframt öllum þeim sem komu að framkvæmd Síldarævintýrisins sem tókst afar vel þrátt fyrir nokkra hnökra í upphafi hátíðar þar sem meiri fjöldi var en reiknað hafði verið með. Lögð er áhersla á að undirbúningur fyrir Síldarævintýri hefjist snemma og mikilvægt að taka ákvarðanir um umfang hátíðarinnar.

5.Umsókn um styrk til hátíða og stærri viðburða í Fjallabyggð

Málsnúmer 2410038Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla frá framkvæmdaaðilum Berjadaga 2025 og upplýsingar um fjárhagslegt uppgjör.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd þakkar greinargóðar upplýsingar og framkvæmd á Berjadögum sem tókust vel með fjölmörgum listamönnum.

6.Barnamenningarstefna - börn á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 2509053Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boð á ráðstefnu um barnamenningu sem fram fer þann 13.nóvember n.k. í Golfskálanum Leyni á Akranesi.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:30.