Trilludagar 2025

Málsnúmer 2506019

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 118. fundur - 03.07.2025

Trilludagar eru áætlaðir 26.júlí n.k. og liggur fyrir skipulag hátíðarinnar.
Bæjarstjóri greindi frá undirbúningi fyrir hátíðina og lagði fram vinnuskjal um framkvæmdina.
Samþykkt
Nefndin þakkar upplýsingar um framkvæmd Trilludaga í júlí og staðfestir fyrirliggjandi vinnuskjal um framkvæmdina.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 119. fundur - 18.09.2025

Farið var yfir helstu upplýsingar varðandi framkvæmd Trilludaga þann 26.júlí s.l. en hátíðin tókst afar vel og talið að um 2.500 manns hafi lagt leið sína niður að smábátahöfninni á Siglufirði og um 500 gestir hafi farið í siglingu.
Lagt fram til kynningar
Nefndin fagnar vel heppnuðum Trilludögum 2025 og þakkar öllum þeim aðilum sem að komu við framkvæmd hátíðarinnar.