Uppsögn starfsmanns - markaðs- og menningarfulltrúi

Málsnúmer 2508048

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 119. fundur - 18.09.2025

Bæjarstjóri greindi frá því að vegna skipulagsbreytinga og breytinga á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar hafi starf markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar verið lagt niður í núverandi mynd og starfsmanni sagt upp.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd þakkar markaðs- og menningarfulltrúa fyrir góð störf undanfarin ár sem og samskiptin við nefndina og óskar henni velfarnaðar í komandi verkefnum.