Styrkveitingar Fjallabyggðar 2026

Málsnúmer 2506046

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 118. fundur - 03.07.2025

Í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026 þarf að auglýsa frest til að skila inn umsóknum um styrkveitingar fyrir árið 2026. Fyrir liggja reglur um styrkveitingar ásamt tillögu að auglýsingu um umsóknir styrkja.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu um styrki úr bæjarsjóði Fjallabyggðar fyrir sitt leyti og verði umsóknarfrestur auglýstur til 1.október n.k.
Nefndin veltir upp þeim möguleika að tillögur verði gerðar árlega að styrkveitingum til hefðbundinna árlegra hátíða án umsókna og beinir því til markaðs- og menningarfulltrúa að kanna þann möguleika.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 119. fundur - 18.09.2025

Bæjarstjóri greindi frá því að fjölmargar umsóknir hafa þegar borist um ýmis konar styrki til menningarmála en á næsta fundi verður farið yfir þær umsóknir sem berast. Umsóknarfrestur er til 1.október n.k.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar