Gerð þrívíddarkorts

Málsnúmer 1603015

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 08.03.2016

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála. Á fund bæjarráðs kom Kristinn J. Reimarsson og fylgdi minnisblaðinu úr hlaði.
Í október 2014 var kannað með kostnað við gerð þrívíddarkorts af Siglufirði og Ólafsfirði.
Haft var samband við Borgarmynd ehf sem hafði myndað Siglufjörð úr lofti með dróna þá um sumarið.
Tilboð þeirra var ekki til afgreiðslu við fjárhagsáætlun 2015.
Í byrjun þessa árs þegar farið er í að skoða gerð nýs bæklings eða kynningarefnis fyrir þá erlendu ferðamenn sem hingað koma með skemmtiferðarskipum, sýna ferðaþjónustuaðilar áhuga á gerð þrívíddarkorts.
Í framhaldi var leitað til Borgarmyndar ehf og þeir lögðu fram nýtt tilboð í gerð slíks korts.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd og leggur áherslu að það verði afgreitt á næsta fundi. Þátttaka ferðaþjónustuaðila þarf að liggja fyrir við endanlega afgreiðslu málsins.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 24. fundur - 14.03.2016

Vísað til nefndar
Bæjarráð óskar eftir umsögn markaðs- og menningarnefndar á fyrirhugaðri útgáfu á þrívíddarkorti fyrir Siglufjörð og Ólafsfjörð. Nefndin tekur jákvætt í fyrirhugaða útgáfu og hvetur eindregið til þess að farið verði í þetta verkefni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 05.04.2016

Á 435. fundi bæjarráðs, 8. mars 2016, var lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála um gerð nýs bæklings eða kynningarefnis fyrir þá erlendu ferðamenn sem hingað koma með skemmtiferðarskipum og áhuga ferðaþjónustuaðila á gerð þrívíddarkorts.
Tilboð frá Borgarmynd ehf lá fyrir í gerð slíks korts.

Bæjarráð samþykkti þá að vísa málinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.

Á 24. fundi markaðs- og menningarnefndar frá 14. mars 2016, var tekið jákvætt í fyrirhugaða útgáfu og hvatt eindregið til þess að farið yrði í þetta verkefni.

Fyrir liggur samþykki stærstu ferðaþjónustuaðila í Fjallabyggð um stuðning og þátttöku í verkefninu.

Bæjarráð samþykkir gerð þvívíddarkorts og felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að ganga frá samningi í samræmi við það sem fram kom á fundinum.

Gert er ráð fyrir að kostnaðarhlutur bæjarins við gerð kortsins komi af fjárhagslið kynningarmála.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 47. fundur - 24.10.2018

Markaðs- og menningarfulltrúi sýndi fundarmönnum lokaútgáfu þrívíddarkorts af Ólafsfirði. Þrívíddarkortið hefur verið sent í prentun.