Markaðs- og ferðaþjónustutengd málefni Fjallabyggðar 2018-2020

Málsnúmer 1810087

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 47. fundur - 24.10.2018

Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir helstu markaðs- og ferðaþjónustutengd málefni ársins 2018 og stöðu þeirra. Einnig var farið yfir áherslur í sömu málum fyrir fjárhagsárið 2019. Nefndin leggur til að 22. nóvember nk. verði haldinn fundur með þjónustuaðilum í Fjallabyggð. Á fundinum yrðu fyrirlesarar um markaðs- og ferðatengd málefni og rýnt í markaðsþörf m.t.t. gerðar markaðsstefnu Fjallabyggðar. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að vinna að undirbúningi fundarins og leggja hugmynd að dagskrá fyrir næsta fund nefndarinnar.