Stefnumótun fyrir Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar 2018-2021

Málsnúmer 1801008

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 39. fundur - 10.01.2018

Umfjöllun um stefnumótun fyrir Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar er frestað til næsta fundar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 40. fundur - 07.02.2018

Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar, Hrönn Hafþórsdóttir, sat undir þessum lið.

Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar kynnti stefnumótun fyrir Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar. Forstöðumaður og deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála unnu stefnumótunina.

Stefnumótunin er unnin út frá drögum að nýrri reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna í þeim tilgangi að tryggja örugga meðferð og frágang skjala í varðveislu héraðsskjalasafns.

Stefnumótunin tekur til þriggja ára, 2018-2021 og nær til safnkosts, húsnæðis, mannauðs og búnaðar.

Markaðs- og menningarnefnd fagnar því að stefnumótun skuli vera lokið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13.02.2018

Lögð fram til kynningar stefnumótun fyrir Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar sem unnin var af deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og forstöðumanni Bókasafns Fjallabyggðar. Stefnumótunin er unnin út frá drögum að nýrri reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna. Stefnumótunin tekur til þriggja ára, 2018-2021 og nær til safnkosts, húsnæðis, mannauðs og búnaðar.

Bæjarráð þakkar fyrir vel unna vinnu.

Málið verður aftur tekið fyrir á fundi bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 544. fundur - 27.02.2018

Undir þessum lið sátu Ríkey Sigurbjörsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningamála og Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður bókasafns Fjallabyggðar.

Farið var yfir stefnumótun fyrir Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar.

Bæjarráð felur deildarstjóra og forstöðumanni að skila tillögum að húsnæðiskosti fyrir safnið.