Ljósmyndir í eigu Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 1802009

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 40. fundur - 07.02.2018

Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar, Hrönn Hafþórsdóttir, sat undir þessum lið.

Nokkuð af ljósmyndum eru í eigu Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar. Sökum aðstöðuleysis á safninu leggur forstöðumaður til að þær verði afhentar Ljósmyndasafni Siglufjarðar til varðveislu. Nefndin samþykkir tillögu forstöðumanns fyrir sitt leyti og beinir henni til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13.02.2018

Undir þessum lið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.

Á 40. fundi markaðs- og menningarnefndar lagði forstöðumaður Bókasafns Fjallabyggðar að ljósmyndir í eigu Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar yrðu færðar Ljósmyndasafni Siglufjarðar til varðveislu. Nefndin samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti og vísaði henni til bæjarráðs.

Bæjarráð óskar eftir að fá forstöðumann bókasafnsins og fulltrúa Síldarminjasafnsins
á næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 543. fundur - 20.02.2018

Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Á fundinn mætti Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður Bókasafns Fjallabyggðar.

Á 40. fundi markaðs- og menningarnefndar lagði forstöðumaður Bókasafns Fjallabyggðar til að ljósmyndir í eigu Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar yrðu færðar Ljósmyndasafni Siglufjarðar til varðveislu. Nefndin samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti og vísaði henni til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að forstöðumaður Bókasafns afhendi myndirnar til varðveislu til Ljósmyndasafns Siglufjarðar.